29.1.2007 | 13:36
O'neal lögga???
Shaquille O'Neal er efnilegur lögregluþjónn
Körfuknattleiksmaðurinn Shaquille O'Neal, sem leikur með meistaraliði Miami Heat, náði að handsama 18 ára gamlan ungling sem hafði ekið á bifreið O'Neal og stungið af frá slysstað.
Atvikið átti sér stað um kl. 4 að nóttu til í Miami í gær þar sem að O'Neal var að taka farangur úr bifreið sinni ásamt lífverði hans Jerome Crawford fyrir utan heimili þess síðarnefnda. Bifreið var ekið á nýja Cadillac bifreið O'Neal og ökumaðurinn ók þegar á brott frá slysstaðnum.
O'Neal hóf eftirför ásamt Crawford og náðu þeir unglingunum eftir stutta stund. Skömmu síðar voru unglingarnir handteknir af lögreglu.
O'Neal hefur lengi átt þann draum að starfa sem lögregluþjónn en hinn 34 ára gamli leikmaður hefur komið við sögu í ýmsum atvikum sem tengjast löggæslustörfum á undanförnum misserum og fékk hann sérstaka viðurkenningu árið 2005 vegna hjálpsemi sinnar.
O'Neal hefur sagt að þegar ferli hans lýkur sem atvinnumanns ætli hann að taka að sér starf lögregluþjóns.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2007 | 18:57
jafntepli
Jafnt hjá Arsenal og Bolton
Arsenal og Bolton gerðu jafntefli, 1:1, í leik sínum í 4. umferð ensku bikarkepppninnar. Leikurinn, sem fór fram á Emirates Stadium heimavelli Arsenal, var spennandi allan tímann en hvorugt liðið náði að knýja fram sigur svo að liðin verða að mætast á nýjan leik til að skera um hvort liðið kemst í næstu umferð.
Kevin Nolan kom Bolton yfir á 50. mínútu eftir sendingu frá Kevin Davis. Kolo Toure náði að jafna metin fyrir Arsenal þegar að 12 mínútur voru til leiksloka með skalla eftir aukaspyrnu Francesc Fabregas.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2007 | 13:19
Hæ allir
hæ allir...þetta er hinn frægi BLOGGARIN (djók)en allavega þetta er fyrsta bloggið mitt á þessu svæði og mun ég blogga um nba,körfubolta og eithvað um þorlákshöfn..en vá LA Clippers vann Memphis Grizzlies í þeira 3 leik og er þá LA Clippers búinn að vinna alla 3 leiki þeirra.Elton Brand skoraði 34 stig fyrir Clippers en Pau Gasol Skoraði 27 stig fyrir Grizzles...
B.Æ. B.Æ.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 13:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)